Date March 20, 2025 19:00
Location Bókasafn Garðabæjar, Garðatorg 7, 210 Garðabær, Iceland
Duration an hour
Price Free
Áhugi fyrir hæglátara lífi, eða „Slow living“, hefur vaxið víða um heim síðustu árin. Í heimi sem lengi hefur hampað hraða, fylgir því gjarnan langþráður léttir og ávinningur að velja að njóta hæglætis betur.
Dögg Árnadóttir, lýðheilsufræðingur og stjórnarkona Hæglætishreyfingarinnar á Íslandi mun í þessu erindi fjalla nánar um þetta, ásamt því að leiða umræður áhugasamra um hugmyndir og leiðir að hæglátara lífi.
Þessi fyrirlestur er hluti af Löngum fimmtudögum í mars þar gestum er boðið uppá fjölbreytta og fræðandi dagskrá. Frítt inn og léttar veitingar.