April 24, 2025 19:30

Art Can Heal / List getur heilað

Date
April 24, 2025 19:30
Location
Listasafn Árnesinga - LÁ Art Museum, Austurmörk 21, 810 Hveragerði, Iceland
Duration
2 hours
Language
Icelandic
Price
Free

List getur heilað á Listasafni Árnesinga 24. Apríl / kl. 19:30

Art Can Heal / List getur heilað - Líf og störf Sigríðar Björnsdóttur - spjall við höfundinn Ágústu Oddsdóttur og kynning á listmeðferðarfræði með listmeðferðarfræðingunum Elísabetu Lorange og Dr. Unni Óttarsdóttur á Listasafni Árnesinga.

Ágústa Oddsdóttur höfundur bókarinnar Art Can Heal ræðir um ævi og störf Sigríðar Björnsdóttur listþerapista og listakonu en segir einnig frá eigin reynslu þegar hún sjálf sótti meðferð hjá Sigríði.

Sigríður er mikill frumkvöðull á sviði listaþerapíu á Íslandi og eftirsóttur fyrirlesari víða um heim. Sigríður hófst við að móta og þróa sjálfstætt svið innan myndlistarinnar aðallega á barna spítölum bæði hér á landi og erlendis upp úr sjötta áratugnum.

Í framhaldi munu listmeðferðarfræðingarnir Elísabet Lorange og Dr. Unnur Óttarsdóttir kynna störf listmeðferðarfræðinga á Íslandi í dag og þróun fagsins sem felur m.a. í sér rannsóknir dr. Unnar á námslistmeðferð, teikningu og minni sem hafa fengið athygli innan lands og utan og eru því að hafa áhrif á heimsvísu.

Listmeðferð er athyglisvert meðferðarúrræði fyrir fólk á öllum aldri sem fer ört vaxandi og enn fleiri sækja í sem glíma við tilfinningarlegan vanda. Allir eru velkomnir á þetta spjall hvort sem þeir eru listamenn, kennarar, meðferðaraðilar eða bara áhugasamir um fagið og hagsbætur meðferðarinnar.

Dr. Unnur Óttarsdóttir er listmeðferðarfræðingur, kennari og myndlistarmaður að mennt. Hefur hefur starfað sjálfstætt við listmeðferð á eigin listmeðferðarstofu og á ýmsum stofnunum í 35 ár. Ásamt því er Unnur einnig starfandi myndlistarmaður. Hún er stundarkennari við Listaháskóla Íslands og hefur kennt listmeðferð við Símenntun Háskólans á Akureyri og á ýmsum öðrum stöðum hérlendis og erlendis. Unnur hefur rannsakað listmeðferð og birt niðurstöður í ýmsum ritum í fyrirlestrum á innlendum og erlendum vettvangi. Er hún ein af leiðandi rannsakendum á sviði teikningar og minnis https://www.unnurarttherapy.is/

Elísabet Lorange er listmeðferðarfræðingur og kennari að mennt. Hún hefur unnið sem sjálfstætt starfandi listmeðferðarfræðingur sl. 20 ár. Hún hefur sinnt einstaklingum á öllum aldri og vinnur út frá sálrænni djúpvinnu með áherslu á tengsl og tilfinningalega úrvinnslu. Elísabet hefur stýrt námskeiðahaldi, handleitt fagfólk og þjónustað stofnanir og samtök á landsvísu. Undanfarin ár hefur Elísabet verið meðferðarstýra Sigurhæða - þjónusta við þolendur kynbundið ofbeldis á Suðurlandi ásamt því að sinna öðrum verkefnum. Elísabet, ásamt Valgerði H. Bjarnadóttur, er stofnandi Draumsögu – nám í draumfræðum.

Viðburðurinn er ókeypis.

Totel.ly is partially funded by Rannis Technology Development Fund and Erasmus+.

Rannis Technology Development Fund Erasmus+

© 2024, Totel.ly. - All rights reserved. Súlunes 33b, 210 Garðabær - Iceland | kt. 621222-1200
Powered by: Neurotic.