November 18, 2024 08:00

The nature of homemaking / Eðli heimilishalds

Image by Dana Tanasa

Íslensk hér að neðan

As a child, I hated spending time in nature. I was a city girl and as ‘’indoorsy’’ as one could be. I spent time outside mostly during summer vacations at my grandparents’ farm in the countryside. There, I reluctantly helped with chores like picking plums or gathering hay, tasks that felt like endurance tests to me. The moment I could, I’d retreat to the safety of the house, where I would happily lose myself in books for as many hours as I was allowed. I felt like dangers were everywhere in nature: the ice that I fell on and broke my nose in, or the cows that ambushed me, or the river that I slipped and almost drowned in. There were also the endless discomforts: thunderstorms, bugs, scratchy or stingy plants. To someone unprepared for the wild abundance of life, it felt overwhelming at times.

It was only in my twenties that I started to really connect to nature, through hikes with trusted companions, nature-based programs, and time spent in Icelandic weather. Solo walks became an important part of my daily routine. I slowly learned how to approach nature, to understand, trust and love it. 

And so, I came to feel that nature was also, in a very real sense, my home. 

What is a home?

A home is just as much a physical entity as it is a mental concept. A space where the needs that are essential for sustaining life, can be fulfilled: safety, nourishment, connection, authenticity, and beauty. Home comes with a sense of harmony, a certain alignment between ourselves and outside elements. And that is also what I understand as regenerative. By this definition, a real home is regenerative.

I have a home in myself, at the center where my resilience and my inner experience lie.

I also find a home in certain relationships.

Then there is a home shaped as the building that I inhabit.

And there is a bigger home - nature itself - that sustains and shelters all others. You can see this in a forest for example, where trees find their home, and the trees, in turn, are the home for birds and insects.

It is my belief that for a natural or a man-made place, a person, or a community to become a home, one has to be in conscious relation with them.

Following that logic and observing how often I say “I feel at home”, I’ve come to understand that I am a ‘’homemaker’’(though not in the traditional sense). If I take a step back and try to explain what accounts for that, I find these tools in my toolbox:

  1. Respect for the home as a sanctuary and honoring its wholeness, its resilience and its beauty;
  2. Willingness to learn how to be in relation to the place, the person, the community I seek a home in;
  3. Trying to understand the processes that sustain their life and find a symbiosis with them, an exchange of strengths and resources;
  4. Opening my senses, my attention and my emotions to them, tap into my intuition for guidance;
  5. Allowing mutuality to happen, for the continuous give and take of protection, intelligence, creation, support etc.

Repairing the split 

So if home is based on relation, where does that leave our humankind with its increasingly sore wound of separation, alienation and disconnect from the places we live in, from our communities and from nature?  

In the cities the disconnect from nature is palpable. It feels like harsh concrete, it smells like construction dust, artificial paint, it looks like multi-esstorey buildings hiding the horizon. The ever-expanding urban habitats poison the natural ones in their vicinity or swallow them whole.

Yet, our ancestral knowledge still lies underneath, where there is a collective memory (much of it still unconscious) of how humankind used to coexist closely with nature, and we crave to bring that back. We do have a deep knowledge of what sustains our lives. And in our own ways, we pursue it.

Many people nowadays move from cities to villages to create a life closer to nature. Some build tiny houses, a good example of regenerative design because they promote resource efficiency. Some people even go as far as choosing to live off-the-grid, as to not participate at all in the harm that civilization is generating. 

But what about those who cannot escape the cities? Is there any hope for them to maintain some connection to the nature-home? The majority of urban inhabitants strive to pull at least some scrapes of nature into the place they live in: house plants, big windows that capture as much as possible from nature’s moods, pets, solar panels on roofs etc. Many of these attempts may seem futile compared to the immensity of our split from nature, but they serve to show that the bond still exists and it is vital to people, even though it may look like a thin thread. 

Learning from the best 

Architects and builders around the world are also working on restoring our connection to nature’s great wisdom and resilience. They’re drawing inspiration from the natural world through biomimicry, which is the practice of learning from nature’s designs and systems. It’s fascinating to see how ancient wisdom—embedded in the structures of animals, plants, and ecosystems—can solve modern problems. For example, some buildings now have cooling systems modeled after termite mounds or ventilation systems that mimic the way marine organisms filter water. These designs aren't just beautiful; they’re functional, efficient, and regenerative, just like nature itself.

Old wisdom

While modern innovations are exciting, I like to return sometimes to the old wisdom in my grandparents’ way of life. On one of my last visits, my 88 year-old grandmother walked me through the garden, took my hand, and pushed it under the ripe grape hanging from the grapevine: “Feel how heavy it is with sunlight?”. There is no question for her where her home is. It’s here, with the soil that offers her vegetables and fruits. It’s in the house that she and my grandfather built out of clay, straws and wood from nearby. The house where they do spring cleaning every year, a routine attuned to the cycles of nature. It’s in their 67 year old marriage, and still counting. And it’s also in the community from their village, where borrowing time from each for fixing someone’s house after a calamity is an enduring practice. 

Power of community 

In reflecting on my grandparents, I’ve realized that the power of community is also essential to creating a home—whether in nature or in the city. City residents can make a community into a home through co-living arrangements, or shared spaces. This can lead to shared resources or other projects like communal gardening. Another way to harness the power of community is by creating or joining events dedicated to our physical homes, like neighborhood clean-ups, workshops on regenerative gardening or community living, community composting programs, and a personal favorite of mine, meetings for swapping household items or house plants. People can also gather around specific topics that support regenerative living, or in activities that help them connect meaningfully and thus find a home in each other.

Conclusion

So, I find myself still learning how to make a home—both in nature and in the spaces I inhabit. I sometimes misplace my tools. And I have yet so much knowledge to gain and so many skills to learn. I still have an almost crippling fear of heights, and many other smaller fears that keep me from engaging with nature (the environment as well as human nature), as fully as I would want to. And do you remember what I mentioned in the beginning about almost drowning in a river? Well, that actually happened when I was in my thirties. 

But hey, it’s not so much about reaching a final destination, as it is about being on the right path, which in this case, is the homemaking process with myself, others, and nature.

“As we might, in our lives, have many thresholds, 
many houses to walk out from and view the stars, or turn and go back for warmth and company, but the real one, the actual house not of beams and nails but existence itself - is all of earth, with no doors, no address separate from oceans and stars, or from pleasure and wretchedness either, or hope, or weakness, or greed. ‘’ (Mary Oliver)

--------------------

Í barnæsku, hataði ég að verja tíma í náttúrunni. Ég var borgarstúlka og eins mikill „innipúki“ og hægt var að hugsa sér. Ég var aldrei úti nema þegar ég var í sumarfríi og heima hjá ömmu minni og afa á bóndabænum þeirra í sveitinni. Þar hjálpaði ég með semingi með verkefni eins og að tína plómur eða að heyja, húsverk sem voru eins og þolraunir fyrir mér. Um leið og ég gat, hörfaði ég inn í öryggi hússins þar sem ég gleymdi mér í bókalestri mér til mikillar ánægju, eins lengi og ég mátti. Mér fannst hættur leynast alls staðar í náttúrunni: hálkan sem ég rann á og nefbrotnaði, eða kýrnar sem flykktust að mér, eða áin sem ég datt í og drukknaði næstum því ofan í. Náttúran var líka uppfull af endalausum óþægindum: þrumuveðri, pöddum, klæjandi eða stingandi plöntum. Fyrir einhverjum sem ekki er búinn undir villta gnægð lífsins, gat það allt verið nokkuð yfirþyrmandi stundum.

Það var ekki fyrr en ég var á þrítugsaldri sem ég byrjaði að tengjast náttúrunni í raun, með fjallgöngum með traustum förunautum, með því að vera í náttúrutengdum hópum, og að verja tíma í íslensku veðri. Að ganga ein míns liðs varð að mikilvægum hluta af minni daglegu tilveru. Ég lærði hægt og rólega að nálgast náttúruna, að skilja hana, treysta henni og elska hana. 

Og með því fór mér að líða eins og náttúran væri líka, á mjög raunverulegan hátt, heimili mitt.

Hvað er heimili?

Heimili er alveg jafnmikið áþreifanlegt fyrirbæri og það er andlegt fyrirbæri. Svæði þar sem þörfunum sem eru bráðnauðsynlegar til að styðja við líf, getur verið fullnægt: öryggi, næring, tenging, áreiðanleiki og fegurð. Heimili fylgir tilfinning um samhljóm, ákveðin skipan á milli sjálfa okkar og ytri afla. Og það er líka það sem ég túlka sem endurlífgandi. Í þessari merkingu, er alvöru heimili endurlífgandi. 

Ég á heimili í sjálfri mér, við kjarnann þar sem þrautseigja mín og mínar innri upplifanir liggja.

Ég finn líka heimili í ákveðnum samböndum.

Svo er til heimili í laginu eins og byggingin sem ég dvel í.

Og það er til enn stærra heimili – sjálf náttúran – sem viðheldur öllum öðrum og skýtur skjóli yfir alla. Þetta má sjá í skógi til dæmis, þar sem tré eiga sitt heimili, og trén sjálf mynda heimili fyrir fugla og skordýr.

Það er mín trú að til þess að náttúrulegur eða manngerður staður, einstaklingur eða samfélag geti orðið að heimili, þarf maður að eiga meðvituð tengsl við þau.

Samkvæmt þeirri rökfærslu og eftir því hve oft ég segi „Mér líður eins og heima hjá mér“, er ég farin að skilja sem svo að ég sé „húsmóðir“ (þó ekki í hefðbundnum skilningi). Ef ég tek skref aftur á við og reyni að útskýra hvað felist í því, þá finn ég þessi verkfæri í verkfærakassanum mínum:

  1. Virðing fyrir heimilinu sem griðastað og að heiðra heild þess, þrautseigju og fegurð;  
  2. Fúsleiki til þess að læra að vera í tengslum við staðinn, einstaklinginn eða samfélagið sem ég leita að heimili í;
  3. Að reyna að skilja ferlin sem viðhalda lífi þeirra og að finna leið til að stunda samhjálp við þau, skipti á styrkleikum og auðlindum;
  4. Að opna skynfæri mín, athygli mína og tilfinningar fyrir þeim, að beita innsæi mínu til að finna leiðsögn; 
  5. Að leyfa gagnkvæmni að eiga sér stað, áframhaldandi, jöfnum skiptum á vernd, greind, sköpun, stuðningi o.s.frv.

Að gera við klofnunina

Svo ef heimili byggist á tengslum, hvar hafnar þá mannkynið með sitt sífellt versnandi aðskilnaðarsár, einangrun og aftengingu frá stöðunum sem við búum á, frá samfélögum okkar og frá náttúrunni?  

Í borgunum er aftengingin frá náttúrunni bersýnileg. Hún er eins og hörð steypa, hún lyktar eins og byggingaryk, og gervimálning, hún lítur út eins og marghæða byggingar sem fela sjóndeildarhringinn. Sívíkkandi borgarumhverfin eitra náttúrulegu umhverfin í grenndinni eða gleypa þau í heilu lagi.  

Engu að síður, þá hvílir viska forfeðra okkar undir því öllu, þar sem leynist sameiginlegt minni (mikið af því er ennþá ómeðvitað) um það hvernig mannkynið lifði áður fyrr í sátt og samlyndi við náttúruna, og við dauðþráum að endurheimta það. Við búum í raun yfir djúpum skilningi á því hvað viðheldur lífum okkar. Og hvert á okkar eigin hátt, eltumst við það. 

Margt fólk er nú til dags að flytja úr borgum í þorp til að skapa líf nær náttúrunni. Sumir byggja lítil hús, gott dæmi um endurlífgandi hönnun vegna þess að þau ýta undir auðlindanýtni. Sumt fólk gengur jafnvel svo langt að lifa án þess að vera tengd við almenningsrafmagns- og hitaveitu, til að taka ekki þátt í skaðanum sem siðmenningin veldur með þeim.

En hvað með þá sem geta ekki flúið borgirnar? Er einhver von fyrir þá um að viðhalda einhverri tengingu við náttúru-heimilið? Meirihluti borgarbúa leggur sig fram við að draga einhverja agnarörðu af náttúru inn í staðinn þar sem þeir búa: stofublóm, stórir gluggar sem fanga eins mikið og hægt er af skapi náttúrunnar, gæludýr, sólskildir á húsþökum o.s.frv. Margar af þessum tilraunum kunna að virðast gagnslausar miðað við mikilleika klofnunar okkar frá náttúrunni, en þær sýna það engu að síður að tengslin séu ennþá til staðar og að þau séu lífsnauðsynleg fyrir fólk, jafnvel þó að þau séu ekki breiðari né sterkari en örþunnur þráður. 

Að læra af þeim bestu 

Arkitektar og smiðir um allan heiminn eru einnig að vinna að því að endurnýja tengsl okkar við hina miklu visku náttúrunnar og þrautseigju hennar. Þeir sækja innblástur í náttúruheiminn í gegnum líffræðihermun, sem er það að læra af hönnunum náttúrunnar og hennar kerfum. Það er heillandi að sjá hvernig forn viska—ívafin formgerð dýra, plantna og vistkerfa—getur leyst nútímavandamál. Til dæmis, þá innihalda sumar byggingar kælikerfi sem er hannað til að líkja eftir hvítmaurabúum eða loftræstikerfi sem herma eftir því hvernig sjávarlífverur sía vatn. Þessar hannanir eru ekki aðeins fallegar; þær hafa notagildi, eru árangursríkar og endurlífgandi, rétt eins og náttúran sjálf. 

Forn viska

Þó að nútímanýsköpun kann að vera spennandi, nýt ég þess samt að horfa í átt að fornu viskunni sem lífsstíll ömmu minnar og afa fól í sér. Í einni af mínum nýlegustu heimsóknum, gekk 88 ára amma mín með mér í gegnum garðinn, tók höndina mína og færði hana undir þroskuðu vínberin sem héngu niður úr vínviðnum. „Finnurðu hvað þau eru þung og full af sólarljósi?“ Hún er ekki í neinum vafa um það hvar heimili hennar er. Það er hérna, hjá jarðveginum sem veitir henni grænmeti og ávexti. Það er í húsinu sem hún og afi minn byggðu úr leir, stráum og viði sem þau fundu í grenndinni. Í húsinu þar sem þau taka vorhreingerningu á hverju ári, rútína sem er stillt í takt við hringrás náttúrunnar. Það er í 67 ára löngu hjónabandi þeirra sem lengist ennþá með hverju ári. Og það er líka í samfélaginu í þorpinu þeirra, þar sem að fá tíma að láni frá hvoru öðru eða að gera við hús einhvers annars eftir hörmung er varanleg venja. 

Valdið sem felst í samfélagi 

Með því að hugleiða um afa minn og ömmu, hefur runnið upp fyrir mér að valdið sem felst í samfélagi er líka bráðnauðsynlegt þegar kemur að því að skapa heimili—hvort sem það er úti í náttúrunni eða í borginni. Borgarbúar geta gert samfélag að heimili með hjálp sambýlissamninga eða sameiginlegra rýma. Þetta getur leitt til sameiginlegra auðlinda eða annarra verkefna eins og sameiginlegrar garðyrkju. Önnur leið til að beisla valdið sem felst í samfélagi er að skapa eða taka þátt í viðburðum tileinkuðum áþreifanlegu heimilunum okkar, eins og hverfisbundnum tiltektarátökum, vinnustofum um endurlífgandi garðyrkju eða það að lifa saman í samfélagi, samfélagsleg jarðgerðarátök, og mitt persónulega uppáhald: fundir þar sem skipst er á búsmunum eða húsblómum. Fólk getur líka hópast saman í kringum ákveðin umræðuefni sem styðja við endurlífgandi lífsstíl eða í kringum ákveðnar athafnir sem hjálpa þeim að mynda þýðingarmikil tengsl og finna þannig heimili í hvoru öðru. 

Lokaorð

Að lokum, þá er ég sjálf ennþá að læra hvernig maður skapar heimili—bæði í náttúrunni og á svæðunum sem ég dvel á. Stundum kem ég verkfærunum mínum vitlaust fyrir. Og ég á enn svo mikið ólært, bæði visku og kunnáttu. Ég glími ennþá við ofsafengna lofthræðslu og margar minni hræðslur sem halda mér frá því að tengjast náttúrunni (bæði umhverfinu og líka manneðlinu), eins fyllilega og ég myndi vilja. Og manstu eftir því sem ég minntist á í byrjuninni um það að drukkna næstum því í á? Ja, það átti sér í raun stað þegar ég var á fertugsaldrinum. En heyrðu, þetta snýst ekki eins mikið um endanlegan áfangastað og þetta snýst um að vera á réttri braut, sem, í þessu tilfelli, er heimilishaldsferlið ásamt sjálfri mér, öðrum og náttúrunni.

„Rétt eins og við munum eiga marga þröskulda í lífi okkar,
mörg hús til að ganga út úr og horfa til stjarnanna, eða til að snúa við og leita aftur inn í eftir hlýju og félagsskap, en það eina sanna, raunverulega húsið sem ekki er gert af bjálkum né nöglum heldur sjálfri tilverunni – er öll Jörðin í heild sinni, án hurða, án heimilisfanga sem eru aðskilin frá höfunum og stjörnunum, eða frá unaðnum eða vesöldinni heldur, eða voninni, veikleikanum eða græðginni.“   (Mary Oliver)

-----------------------------------------

This article is 3 of 8 created by the Connection Regenerator Project funded by Erasmus + in partnership with Totel.ly (IS) and Mai Bine (RO). / Þessi grein er 3 af 8 búin til Connection Regenerator styrkt er af Erasmus + í samvinna við Totel.ly(IS) og Mai Bine (RO).

Article written by Dumitrita Simion / Grein skrifuð af Dumitrita Simion

Totel.ly is partially funded by Rannis Technology Development Fund and Erasmus+.

Rannis Technology Development Fund Erasmus+

© 2024, Totel.ly. - All rights reserved. Súlunes 33b, 210 Garðabær - Iceland | kt. 621222-1200
Powered by: Neurotic.