December 23, 2024 10:32

Spare time that spares time/ Frítími sem sparar tíma

Image by Dana Tanasa

Íslensk að neðan

I was once asked, in a class at Schumacher College, by Ed Mayo, the founder of the New Economics Foundation, about the most beautiful time of my life.

I realized then that the vacations in the countryside, at my grandparents’ house, were what I enjoyed the most. It was sort of an epiphany. What was special then, at the end of the last millennium, was that on those vacations I had no pocket money at all (I even vividly remember how my grandmother once gave me a 5 lei coin for an ice cream and that was a one time event that stuck with me). I had no money, I had no plastic toys or what we know today as gadgets, there were no landscaped playgrounds whatsoever, let alone a cinema or a public pool.

And yet, in those places and during those times lie my fondest memories. I was spending all day long outside, with my cousins and other children, also on vacations. I often went with my aunt's sheep through the river meadow, along the rafts, even bathed in the river, climbed trees to pick black cherries, sour cherries, mullberries, apricots, or simply for the joy of climbing a tree and jumping back down.

The joy and beauty of those times and places was not to be found in any of the mercantile, artificial activities, but only in natural landscapes, frugality and simplicity of life.

Numbers

My grandparents never left the country, except for when one of them had to cross the borders to fight in World War II. My parents only started to go abroad in their 40s for better work opportunities, while I left Romania for the first time when I was 21, as an Erasmus student in Barcelona. My daughter, on the other hand, already traveled abroad at the age of 7.

When my grandparents were born, we were 2 billion people on EARTH. When my parents arrived, there were about 2.7 billion earthlings, when I came to life we were already 4.6 and in 2022, while my daughter was enjoying her first international trip, humanity exceeded the 8 billion threshold.

Nowadays there are way more of us and we travel further and much more often, with international flights evolving from being a rare occasion for the rich and upper middle class to being a much more convenient and easily affordable way to travel. While the life supporting systems of this unique living planet are collapsing due to the extended pressure of humankind, we apparently expect an increase from about 10 million in 1940 to 10 billion plane travelers in 2040.

Reflecting on these transgenerational realities might seem trivial to some, but it allows me to share a better perception of the scale of the change humanity went through. And yet, the anthropocene was at the same time the era in which human beings started to organize and enjoy their spare/leisure/free time, a notion foreign to our ancestors and still as foreign nowadays, to many earthlings, especially the ones tributary to rural, agrarian lifes.

Regenerative Holy Days

The way we choose to consume our unconstrained time is definitory for our lives, each choice implies multiple impacts to both our own path plus inner world and to our environment. The distinction between sustainable tourism and regenerative tourism is that the latter does not consist only in decreasing the negative environmental impact, but also in increasing the positive mark on people and nature in the local systems we visit, leaving a positive footprint.

In a hectic world, in which most of us cannot find our place and time, we are invited to reharmonize this relationship, to reappropriate time and space, to see ourselves as a citizen of the world, of the EARTH, understanding interdependency as definitory for our life.

Spending time regeneratively implies a completely different management of this personal resource, where leisure time and play are as valued as work, where social relations take precedence over the production and consumption of useless or harmful products. It is fundamentally about a qualitative time, a regaining of personal time by freeing oneself from productive thinking, a time that cultivates slowness and contemplation, that allows mental and emotional space, generating fertile grounds for awareness and presence.

Tools to spare time

For the ones of us having this privilege, free time does not necessarily manifest in our life as freed time. Freedom begins when we experience an increase in the amount of unconstrained time that allows meaningful travel, engagement in civic and artistic life, as well as to participate in playful games or to practice contemplation. We shall be able to live a life from which we do not feel the urge to escape via holidays, to find meaning in most of our daily actions and activities, not having to take a break from our own lives. I can think of some rather simple ways to improve your time sparing quality, that can also lead to sparing our time on this planet.

Rediscover a taste of local/proximity tourism. Travel by bike or by train to discover the territories close to your place.

Go camping to really immerse in nature, who is our true mother and creator, after all.

Small is beautiful. Avoid the international chains both for housing and eating, choose to stay in places that are owned by locals, eat in restaurants with local ingredients and hire guides among the locals. Take your time and get to meet locals and take part in the local community life.

Contribute beyond the money you spend. For example, you can plan your trip in advance so that you can contribute with your time by volunteering in a local organization. For instance, try woofing or workaway, you help at a farm and you receive housing and food in exchange.

Go slow to go far. Rediscover the pleasure of slow travel. The speed of the trip can be replaced by its duration. You can mix several means of transport for going further - train, bus, bicycle, boat.

Less is more. Go for experiential, not material souvenirs - avoid spending money on things, but rather invest in experiences; for instance you can learn more about an area that interests you while traveling, observing how people from other cultures approach a passion or hobby of yours.

Get off the beaten path. Look for events that aren’t mentioned in travel guides and places not crowded with tourists; go where locals go, with discretion, so as not to intrude on private spaces and activities.

Select accommodation according to social considerations. See the money you spend for housing as an investment in the area. Support the local community by looking for the supply of local products and the employment of local labor, policies that encourage fair trade and equity in general, contribution to nature regeneration etc.

Conclusion

We see comfort synonymous with luxury, access, easiness and gratification.

But it is outside of this illusory comfort that our evolution, growth, and personal victories lie.

And if you were to analyze the best memories and most re-revised times of your life, the ones you always talk of with pride, you will see it is actually the times when you were most brave, connected, challenged, forced to adapt or get over a fear, manage an unpredictable situation or simply, when you simply lived, just like I did back in the day, at my grandparents house in the countryside.

Climbing trees, being one with my own nature, and living in the moment.

–---------------------------------------------------------------------------------------------

Frítími sem sparar tíma

Ég var eitt sinn spurð, í tíma í Schumacher skólanum, af Ed Mayo, stofnanda New Economics Foundation, um fallegasta tímabil lífs míns.

Þá rann það upp fyrir mér að fríin í sveitinni, heima hjá ömmu minni og afa, voru tímabilin sem ég naut langmest. Það var eins konar hugljómun. Það sem var sérstakt þá, í lok síðasta árþúsunds, var að í þessum fríum átti ég alls engan vasapening (ég man meira að segja mjög vel eftir því hvernig amma mín gaf mér eitt sinn 5 lei pening fyrir ís og það var einstakur viðburður sem ég minntist lengi). Ég átti engan pening, ég átti engin plastleikföng eða það sem við myndum kalla raftæki, það var enga landslagsmótaða leikvelli að finna neins staðar, hvað þá kvikmyndahús eða almenningssundlaug.

Engu að síður, á þessum stöðum og á þessum tíma áttu mínar kærkomnustu minningar sér stað. Ég var alltaf úti, daginn út og daginn inn, ásamt frændsystkinum mínum og öðrum börnum sem voru líka í fríi. Ég fór oft ásamt kindum frænku minnar yfir engið við ána, meðfram flekunum, baðaði mig jafnvel í ánni, klifraði í trjám til að tína svört kirsuber, súr kirsuber, mórber, apríkósur eða einfaldlega til að njóta þess að klifra upp tré og stökkva svo aftur niður.

Gleðina og fegurðina frá þessum stundum og stöðum var ekki að finna í því kaupauðgismiðaða né í gervilegum tómstundaiðjum, þær var aðeins að finna í náttúrulegum landslögum, nægjusemi og einfaldleika lífsins.

Tölur

Afi minn og amma yfirgáfu aldrei sveitina, nema þegar eitt þeirra varð að fara yfir landamærin til að berjast í seinni heimsstyrjöldinni. Foreldrar mínir fóru fyrst til útlanda á fimmtugsaldrinum í leit að betri starfstækifærum, en ég ferðaðist út fyrir Rúmeníu í fyrsta skiptið þegar ég var 21 árs, sem Erasmus nemi í Barcelona. Dóttir mín, hins vegar, var þegar búin að ferðast til útlanda aðeins 7 ára gömul.

Þegar afi mín og amma fæddust voru aðeins 2 miljarðar fólks á Jörðinni. Þegar foreldrar mínir komu til sögunnar, voru um það bil 2,7 miljarðar af jarðarbúum en þegar ég kom í heiminn vorum við nú þegar orðin að 4,6 miljörðum og árið 2022, þegar dóttir mín var að njóta sinnar fyrstu útlandaferðar, fór mannkynið fram úr 8 miljarða markinu.

Nú til dags erum við miklu fleiri og við ferðumst víðar og mun, mun oftar. Það hefur orðið til þess að millilandaflug hafa farið frá því að vera nokkuð sem þeir ríku og þeir í efri millistéttinni nota örsjaldan yfir í það að vera mun hentugri, auðveldari og ódýrari ferðamáti. Á meðan ferlin sem styðja líf á þessari einstöku, lifandi plánetu eru að hnigna vegna þrálátrar pressu frá mannkyninu, þá búumst við víst við aukningu úr um 10 miljón flugfarþegum árið 1940 í 10 miljarða flugfarþega árið 2040.

Að hugleiða um þessar kynslóðabreytilegu upplifanir á raunveruleikanum kann að virðast lítilsvert fyrir mörgum, en það gerir mér kleift að átta mig betur á því hve gríðarlega miklar breytingarnar eru sem mannkynið hefur farið í gegnum. Engu að síður, þá felst mannöldin í því að mannverur fóru að skipuleggja og njóta frítíma og tómstunda sinna, en það er hugmynd sem er framandi fyrir forfeðrum okkar og er enn jafnframandi fyrir mörgum jarðarbúum, sérstaklega þeim sem lifa afskekktu, landbúnaðarlífi.

Endurlífgandi frí

Leiðin sem við veljum að neyta óþvingaða tímans okkar er skilgreinandi fyrir líf okkar, sérhvert val felur í sér margþætt áhrif á okkar eigin lífsleið, okkar innri tilveru og umhverfi okkar. Greinarmunurinn á milli sjálfbærs túrisma og endurlífgandi túrisma felst í því að það síðarnefnda felst ekki einungis í því að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið, heldur einnig í því að auka jákvæð áhrif á fólk og náttúruna sem ríkir á þeim stað sem við heimsækjum, að skilja eftir sig jákvæð spor.

Í erilsömum heimi, þar sem flest okkar geta ekki fundið okkur samastað né tíma, býðst okkur að stilla til jafnvægis í þessu sambandi á ný, að endurskipuleggja tíma okkar og rúm til að veita okkur tíma til að líta á okkur sem heimsborgara, sem Jarðarborgara, sem skilur þau gagnkvæmu áhrif og tengsl sem skilgreina líf okkar.

Að verja tíma á endurlífgandi hátt felur í sér allt öðruvísi tilhögun á þessari persónulegu auðlind, þar sem frítími og leikur þykja jafnverðmæt og vinnutími, þar sem félagsleg tengsl þykja mikilvægari en framleiðsla og neysla á tilgangslausum eða skaðlegum vörum. Það fjallar í grunninn um eigindlegan tíma, að endurheimta okkar persónulega tíma með því að frelsa okkur frá hugsunarhættinum sem miðast við afköst, um tíma sem ræktar rólegheit og hugleiðingu, sem býður upp á andlegt og tilfinningalegt rúm, og framleiðir frjósaman jarðveg fyrir núvitund.

Verkfæri til að nota til þess að spara tíma

Fyrir þau okkar sem njóta þessara forréttinda, skilar frítími sér ekki endilega í frjálsum tíma. Frelsi hefst þegar við upplifum aukið magn af óþvinguðum tíma sem býður upp á þýðingarmikil ferðalög, þátttöku í borgaralegu lífi og listrænu lífi, sem og þátttöku í gamansömum leikjum eða að stunda hugleiðingu. Við munum vera fær um að lifa lífi sem fær okkur ekki til að upplifa hvöt til að sleppa frá því með fríum á öðrum stöðum, um að finna þýðingu í okkar daglegu gjörðum og athöfnum, án þess að þurfa að taka okkur frí frá eigin lífi. Ég get nefnt nokkrar einfaldar leiðir til að bæta gæði frítíma þíns, sem getur leitt til þess að bæta tíma okkar á þessari Jörð.

Enduruppgötvaðu staðbundinn/nærliggjandi túrisma. Farðu með hjóli eða lest að kanna svæði sem eru nálægt heimavelli þínum.

Farðu í útilegu til að komast á kaf í náttúruna, sem er okkar sanna móðir og skapari, eftir allt saman.

Smátt er fagurt. Forðastu fjölþjóðafjötrana bæði hvað varðar gistingu og fæðu, veldu að gista á stöðum sem eru í eigu heimamanna, borðaðu á veitingastöðum sem framreiða hráefni unnin á svæðinu og veldu þér leiðsögumenn úr hópi heimamannanna. Taktu þér þinn tíma til að hitta heimamenn svæðisins og taktu þátt í félagslegu viðburðunum sem þeir halda á svæðinu.

Leggðu meira fram en bara peninginn sem þú eyðir. Þú gætir til dæmis skipulagt ferðina þína með nægum fyrirvara til að þú getir lagt fram tímann þinn með því að gangast í sjálfboðaliðastarfsemi fyrir stofnun á staðnum sem þú ert að heimsækja. Þú getur til dæmis prófað að vinna með WWOOF eða Workaway, þá hjálparðu til á bóndabýli og færð húsaskjól og mat í staðinn.

Farðu hægt til að komast langt. Kynntu þér ánægjuna sem felst í því að ferðast hægt. Hraða ferðalagsins má skipta út með lengri tíma í burtu. Þú getur blandað saman fjölmörgum ferðamátum til að komast víðar- lest, rúta, hjól, skip.

Minna er meira. Veldu upplifanir sem minjagripi frekar en efnislega minjagripi – forðastu að eyða pening í hluti, en fjárfestu frekar í upplifunum; þú getur til dæmis lært meira um svæði sem vekur áhuga þinn þegar þú ert á ferðinni, athugaðu hvernig fólk frá öðrum menningarheimi nálgast ástríðu eða tómstundaiðju sem þú tileinkar þér.

Farðu út fyrir farnar slóðir. Leitaðu að viðburðum sem ekki er minnst á í ferðabæklingum og að stöðum sem eru ekki fullir af túristum; farðu þangað sem heimamennirnir fara, en þó af háttvísi, til að forðast það að ryðjast inn á einkasvæði og einkaviðburði.

Veldu gistingu með tilliti til félagslegra þátta. Líttu á peninginn sem þú eyðir í gistingu sem fjárfestingu í svæðinu. Styddu við samfélag svæðisins með því að leitast eftir vörum framleiddum á staðnum og eftir þjónustu frá heimamönnum, verslaðu samkvæmt stefnum sem hvetja til sanngjarnra viðskipta og almenns jafnréttis, framlaga til endurlífgunar náttúrunnar o.s.frv.

Lokaorð

Við eigum það til að líta svo á að þægindi felist í því sama og lúxus, aðgengi, auðveldleiki og fullnæging.

En það er handan þessara villandi þæginda sem þróun okkar, þroski og persónulegu sigrar dvelja.

Og ef þú myndir rýna í bestu minningarnar þínar og þær stundir sem þú leiðir hugann oftast að, þær sem þú talar alltaf um með stolti, þá muntu sjá að það eru í raun stundirnar þegar þú varst hugrökkust, best tengd, áttir svolítið erfitt fyrir, neyddist til að venjast eða sigrast á hræðslu, ná stjórn á ófyrirsjáanlegum aðstæðum eða einfaldlega þegar þú varst bara á lífi, rétt eins og á við um mig í gamla daga, í húsi afa míns og ömmu í sveitinni.

Þegar ég klifraði í trjám, sameinaðist náttúrunni og lifði í núinu.

This article is 8 of 8 created by the Connection Regenerator Project funded by Erasmus + in partnership with Totel.ly (IS) and Mai Bine (RO). / Þessi grein er 8 af 8 búin til Connection Regenerator styrkt er af Erasmus + í samvinna við Totel.ly(IS) og Mai Bine (RO).

Article written by Anca Elena Gheorghică / Grein skrifuð af Anca Elena Gheorghică

Totel.ly is partially funded by Rannis Technology Development Fund and Erasmus+.

Rannis Technology Development Fund Erasmus+

© 2024, Totel.ly. - All rights reserved. Súlunes 33b, 210 Garðabær - Iceland | kt. 621222-1200
Powered by: Neurotic.