December 16, 2024 18:00

Green spaces: Nurturing nature and ourselves / Græn rými: Að rækta náttúruna og okkur sjálf

Image by Dana Tanasa

Íslensk að neðan

From the bustling city streets to the peaceful countryside, green spaces have always been a sanctuary for me. Growing up in the city, summers with my grandparents in the countryside were magical. Their house, right on the edge of a forest, was my playground and refuge. I remember vividly one hot summer day when I returned to the city and discovered that the municipality had cut down the massive linden tree in front of our apartment block. That tree, with its sweet-smelling flowers and welcoming shade, had been an important presence in my life. Losing it felt like losing a dear friend. This experience was a wake-up call about just how essential green spaces are to our lives.

As I grew older, my bond with nature deepened, bringing me some of the most meaningful connections and beautiful communities. I joined a group of mountain enthusiasts who shared my passion for the great outdoors. We hiked, we explored, and we had a great amount of fun together. The mountains became my go-to place for peace and joy, a place where I could escape the stresses of daily life and reconnect with myself. Tackling tough terrains taught me resilience and offered fresh perspectives and each summit I reached increased my self-confidence. But the best part? The camaraderie with fellow hikers, which created a tight-knit community and a sense of belonging. It’s proof that green spaces aren’t just about the physical environment—they’re about the social bonds they foster.

The importance of green spaces

Green spaces are more than just patches of grass and trees; they are essential to our well-being and the planet’s health. Studies have shown that access to green spaces can reduce stress, improve mental health, and encourage physical activity. Environmentally, they help cool down cities, support biodiversity, and cut down on pollution. It’s like having nature’s very own air conditioner and air purifier rolled into one.

But wait, there’s more! Green spaces are incredible community builders. Parks and gardens become hubs where people connect, relax, and have fun. This sense of community is vital for fostering social cohesion and creating a healthier, happier society. In cities, where it’s easy to lose touch with nature, green spaces help us reconnect. Simple acts like planting a tree, starting a garden, or joining a community clean-up can do wonders for our mental health and make us feel more responsible for our environment.

Regenerative lifestyle

A regenerative lifestyle isn’t just about preserving what we have; it's about actively improving and restoring our natural environment. Green spaces are a shining example of this. Our ancestors knew the value of living in harmony with nature. They practised crop rotation, composting, and shared land management, which kept the environment healthy and productive. These methods ensured that resources were used wisely and replenished. We can learn so much from these practices to tackle today’s environmental challenges.

In urban areas, our connection to nature has often taken a back seat to economic activities. However, it is crucial to recognize that wild nature is not just an accessory to urban living but a fundamental component of a healthy and sustainable city. The regenerative living movement is bringing nature back into our cities, emphasizing the importance of not interfering excessively with natural processes. By preserving wild spaces and integrating them thoughtfully into urban design, we allow ecosystems to flourish, support biodiversity, and create resilient environments that can better withstand the challenges of climate change.

For instance, Sandström's (2002) research on green infrastructure planning in urban Sweden highlights how cities that incorporate natural habitats into their planning processes not only support richer biodiversity but also enhance the resilience of urban areas to environmental stressors, such as heatwaves and flooding. Similarly, Chiesura (2004) emphasizes that urban parks play a crucial role in reducing pollution, improving mental and physical health, and fostering social cohesion within communities. These findings demonstrate that the preservation and integration of wild nature in cities are essential for creating sustainable and livable urban environments.

Embracing practices like communal gardening, smart land use, and the conservation of natural habitats can make our urban areas greener, healthier, and more harmonious with the natural world, promoting a regenerative lifestyle that benefits both people and the planet.

Individual and collective action

On an individual level, we can make small changes that contribute to a regenerative lifestyle. Actions like planting trees, creating rooftop gardens, and maintaining community parks can significantly impact. On a macro level, cities that prioritise green infrastructure see less pollution, better public health, and more biodiversity. By integrating regenerative practices into our daily routines, we can create a positive cycle of renewal and growth. This approach not only benefits us and our communities but also ensures that future generations can enjoy the same, if not better, natural environments

Tools, tips, and events for engaging with green spaces

Incorporating green spaces into daily life is easier than it seems. Here are some simple ideas to help you get started:

  1. Home gardening: Start a small garden, even if it’s just a few potted plants on your balcony or windowsill. Herbs, flowers, and vegetables can thrive in small spaces. Plus, who doesn’t love fresh basil on their pasta?
  2. Community gardens: Join or start a community garden. These spaces allow people to grow their own food, share knowledge, and build a sense of community. Gardening with friends? Sign me up!
  3. Tree planting initiatives: Participate in or organise tree planting events. Trees provide shade, improve air quality, and create habitats for wildlife. And let’s be honest, planting trees is just plain fun.
  4. Nature walks and clean-ups: Organise or join local nature walks and clean-up events. These activities help maintain green spaces and foster a connection with the environment. Plus, it’s a great way to get some exercise and fresh air.
  5. Eco-friendly landscaping: Use native plants in your garden. Native plants require less water and maintenance and support local wildlife. And hey, less watering means more time to relax and enjoy your garden.

These activities are fantastic ways for individuals and communities to get involved with green spaces. They bring people together for fun and meaningful activities like gardening, nature walks, and clean-ups, building social ties and fostering a sense of environmental responsibility. By starting with home gardening or joining community events, everyone can help create a healthier, more sustainable community.

Conclusion

Reflecting on my childhood memories and the importance of green spaces, it’s clear that these natural refuges are vital for our well-being and the planet’s health. By adopting a regenerative lifestyle and making small changes in our daily lives, we can ensure that green spaces continue to thrive for future generations. Just as my favourite linden tree once provided shade and comfort, we too can create and nurture green spaces that bring peace, joy, and tranquillity to our communities.

Chiesura, A. (2004). "The role of urban parks for the sustainable city." Landscape and Urban Planning, 68(1), 129-138.

Sandström, U. G. (2002). "Green infrastructure planning in urban Sweden." Planning Practice & Research, 17(4), 383-392.

--------------------------------------------------------------------------------------------------------

Hvort sem það er á iðandi borgarstrætum eða í friðsælli sveit, þá hafa græn rými alltaf verið griðastaðir fyrir mig. Þar sem ég ólst upp í borginni, voru sumrin með ömmu minni og afa í sveitinni göldrum líkust. Húsið þeirra, rétt við jaðarinn á skóginum, var leikvöllur minn og skýli mitt. Ég man mjög greinilega eftir einum heitum sumardegi þegar ég sneri aftur til borgarinnar og uppgötvaði að bæjarfélagið hafði fellt risastóra linditréð fyrir framan íbúðarblokkina okkar. Það tré, með sínum vellyktandi blómum og huggulega skugga, hafði verið mjög mikilvægt í tilveru minni. Að missa það var eins og missa kærkominn vin. Þessi reynsla var eins og varnaðarkall um það hvað græn rými eru ómissandi fyrir líf okkar.

Eftir því sem ég óx úr grasi, styrktust tengslin mín við náttúruna, og færðu mér einhver þýðingarmerkustu tengsl og fallegustu samfélögin. Ég gerðist meðlimur í hóp af fjallaáhugamönnum sem deildu ástríðu minni fyrir náttúrunni utan við heimili okkar og bæi. Við fórum í fjallgöngur, í könnunarleiðangra, við skemmtum okkur konunglega saman. Fjöllin urðu fyrstu svæðin sem ég leitaði til þegar ég þarfnaðist þess að finna frið og gleði, staður þar sem ég gat sloppið streituna sem fylgir daglegum gangi lífsins og tengst sjálfum mér á ný. Að glíma við ójöfn landsvæði hefur kennt mér þrautseigju og veitt mér fersk sjónarmið og sérhver tindur sem ég hef náð upp á efldi sjálfstraustið mitt. En það besta? Það eru vináttutengslin við hitt fjallgöngufólkið, sem sköpuðu þétt samfélag og veittu samkennd. Þau eru sönnun fyrir því að græn rými snúast ekki aðeins um áþreifanlega umhverfið—þau snúast um félagslegu tengslin sem þau rækta.

Mikilvægi grænna rýma

Græn rými eru meira en bara jarðreitir með grasi eða trjám; þau eru ómissandi fyrir vellíðan okkar og heilsu jarðarinnar. Rannsóknir hafa sýnt að aðgengi að grænum rýmum getur dregið úr streitu, eflt andlega heilsu, og ýtt undir líkamlega hreyfingu. Umhverfislega séð, geta þau hjálpað við að kæla niður borgir, stutt við líffræðilega fjölbreytni og dregið úr loftmengun. Þau eru eins og bæði loftkælikerfi og lofthreinsikerfi fyrir náttúruna allt í senn.

En bíddu, það er meira! Græn rými eru stórkostleg í því að rækta samfélög. Almenningsgarðar og ræktargarðar verða að miðstöðvum þar sem fólk getur tengst, slakað á og skemmt sér. Þessi félagslega samkennd er lífsnauðsynleg til þess að rækta samfélagslega samloðun og til að skapa heilbrigðari, hamingjusamari þjóðfélög. Í borgum, þar sem er auðvelt að missa tengsl við náttúruna, ættu græn rými að hjálpa okkur að tengjast henni á ný. Einfaldar athafnir á við að gróðursetja tré, koma litlum garði á laggirnar, eða að gangast í samfélagsleg tiltektarátök getur gert helling fyrir andlega heilsu okkar og hjálpað okkur að upplifa ábyrgð á umhverfi okkar.

Endurlífgandi lífsstíll

Endurlífgandi lífsstíll snýst ekki aðeins um það að viðhalda því sem við höfum; heldur um það að taka virkan þátt í því að bæta og gera upp náttúrulega umhverfið okkar. Græn rými eru lýsandi dæmi um þetta. Forfeður okkar skildu gildi þess að lifa í takt við náttúruna. Þau stunduðu skiptiræktun, jarðgerð, og skiptu með sér landstjórnun sem viðhélt heilsu og afköstum umhverfisins. Þessar aðferðir tryggðu það að auðlindir voru notaðar skynsamlega og fengu færi á að endurnýja sig. Við getum lært svo mikið af þessum starfsháttum til að takast á við umhverfisvandamálin sem steðja að okkur í dag.

Í þéttbýlum hafa tengsl okkar við náttúruna oft vikið fyrir efnahagslegum athöfnum. Samt sem áður, þá er bráðnauðsynlegt að viðurkenna að villt náttúra er ekki bara fylgihlutur fyrir líf í þéttbýli heldur grundvallaratriði fyrir heilbrigða og sjálfbæra borg. Átakið um að helga sér endurlífgandi lífstíl er að flytja náttúruna aftur inn í borgirnar okkar, og leggja áherslu á mikilvægi þess að raska ekki náttúrulegum ferlum. Með því að viðhalda villtum svæðum og reikna gaumgæfilega með þeim í hönnun þéttbýla okkar, lofum við vistkerfum að dafna, styðja líffræðilega fjölbreytni, og skapa óbugandi umhverfi sem geta betur þolað erfiðleikana sem fylgja loftslagsbreytingum.

Rannsókn Sandström (2002) á grænum samfélagsinnviðum í þéttbýlum Svíþjóðar leggur til dæmis áherslu á það hvernig borgir sem innlima kjörlendi í skipulagsferlin sín styðja ekki einungis betur við líffræðilega fjölbreytni heldur efla einnig þrautseigju þéttbýla gegn umhverfisþáttum, svo sem hitabylgjum og flóðum. Á svipaðan hátt, leggur Chiesura (2004) áherslu á það að garðar í þéttbýlum leika lykilhlutverk í því að draga úr mengun, bæta andlega og líkamlega heilsu, og rækta félagslega samloðun innan samfélaga. Þessar niðurstöður sýna fram á það að varðveisla og samþætting villtrar náttúru í borgum er bráðnauðsynleg til þess að skapa sjálfbær og íbúðarhæf þéttbýli.

Að helga sér atferli eins og samfélagslega garðrækt, skynsamlega notkun á landi, og verndun kjörlendis getur gert þéttbýlin okkar grænni, heilbrigðari, og sett þau í betra jafnvægi í takt við náttúruheiminn og eflt endurlífgandi lífsstíl sem þjónar bæði fólki og Jörðinni.

Persónubundin og sameiginleg starfsemi

Á einstaklingsbundnu stigi, er hægt að gera smávægilegar breytingar til að leggja sitt af mörkum til endurlífgandi lífsstíls. Atferli eins og að gróðursetja tré, koma fyrir ræktuðum garði á húsþökum, og að viðhalda almenningsgörðum geta haft gríðarleg áhrif. Á stærra stigi, þá fást borgir sem forgangsraða grænum innviðum við minna af mengun, njóta betri almenningsheilsu, og meiri líffræðilegrar fjölbreytni. Með því að samþætta endurlífgandi atferli í okkar daglegu venjur, getum við skapað jákvæða hringrás af endurnýjun og vexti. Þessi nálgun hagnast ekki aðeins okkur og samfélögum heldur tryggir hún líka að framtíðarkynslóðir geti notið sömu, ef ekki betri náttúruumhverfa.

Verkfæri, ráð og viðburðir til að tengjast grænum rýmum

Að innlima græn rými í daglegt líf er auðveldara en það virðist vera. Hér eru nokkrar einfaldar hugmyndir til að koma þér af stað:

  1. Garðrækt heima við: Ræktaðu lítinn garð, jafnvel ef það eru bara nokkrar plöntur í blómapottum á svölunum þínum eða á gluggasyllunni. Kryddjurtir, blóm og grænmeti geta þrífst í þröngum rýmum. Og hverjum líst ekki vel á það að fá ferskan basil á pastað sitt?
  2. Sameiginlegur garður: Gakktu í eða stofnaðu sameiginlegan garð. Þessi rými leyfa fólki að rækta sinn eigin mat, deila þekkingu sinni og rækta samfélagslega samkennd. Gerðyrkja meðal vina? Bættu mér á listann!
  3. Trjágróðursetningarátök: Taktu þátt í eða skipulegðu trjágróðursetningarviðburði. Tré veita skugga, bæta loftgæði og skapa búsvæði fyrir náttúrulíf. Og segjum eins og er, að gróðursetja tré er bara mjög skemmtilegt.
  4. Náttúrugöngur og tiltektir: Skipulegðu eða taktu þátt í hverfisnáttúrugöngum og tiltektarviðburðum. Þessi starfsemi hjálpar við að viðhalda grænum rýmum og rækta tengsl við umhverfið. Og hún er frábær leið til að fá hreyfingu og ferskt loft.

Umhverfisvæn landslagsmótun: Notaðu innlendar plöntur í garðinum þínum. Innlendar plöntur þurfa minna vatn og viðhald og styðja við náttúrulíf svæðisins. Og hey, minni vökvun skilar sér í meiri tíma til að slaka á og njóta garðarins þíns.

Þessar athafnir eru frábærar leiðir fyrir einstaklinga og samfélög til að leggja sitt af mörkum fyrir græn rými. Þær smala fólki saman í skemmtilegar og þýðingarmiklar athafnir eins og garðyrkju, náttúrugöngur og tiltektir, þær rækta félagsleg tengsl og ýta undir tilfinningu um ábyrgð á umhverfinu. Með því að byrja á garðyrkju heima við eða að taka þátt í viðburðum í samfélaginu, geta allir hjálpað við að skapa heilbrigðara, sjálfbærara samfélag.

Lokaorð

Þegar ég íhuga bernskuminningar mínar og mikilvægi grænna rýma, liggur það í augum uppi að þessi náttúruskýli eru lífsnauðsynleg fyrir vellíðan okkar og heilbrigði Jarðarinnar. Með því að helga sér endurlífgandi lífsstíl og gera smávægilegar breytingar á daglegum lífum okkar, getum við tryggt að græn rými haldi áfram að þrífast fyrir framtíðarkynslóðir. Rétt eins og uppáhaldslinditréð mitt veitti eitt sinn skugga og hughreystingu, getum við líka skapað og ræktað græn rými sem færa samfélögum okkar frið, gleði og rósemd.

This article is 7 of 8 created by the Connection Regenerator Project funded by Erasmus + in partnership with Totel.ly (IS) and Mai Bine (RO). / Þessi grein er 7 af 8 búin til Connection Regenerator styrkt er af Erasmus + í samvinna við Totel.ly(IS) og Mai Bine (RO).

Article written by Diana Bobocu / Grein skrifuð af Diana Bobocu

Totel.ly is partially funded by Rannis Technology Development Fund and Erasmus+.

Rannis Technology Development Fund Erasmus+

© 2024, Totel.ly. - All rights reserved. Súlunes 33b, 210 Garðabær - Iceland | kt. 621222-1200
Powered by: Neurotic.