November 11, 2024 12:00

Coexistence with all living beings/ Samlífi allra lifandi lífvera

Image by Dana Tanasa

Íslensk hér að neðan

Whenever I think about nature, the first images that come to mind are from my childhood, from the summers I spent with my cousins, deep inside a plot of forest that my uncle used to manage, as a ranger.

The main color in my memories is a deep dark green, pierced by translucid sun rays that shudder with a background noise. It’s a constant thrill of buzzing sounds, wings fluttering, branches of tall fir trees weaving in the wind, water splashes, bellows and roars that mend together in a living scent that I can vividly recall when memories come flooding back. And I remember it often and instinctively.

I catch a small glimpse of it when I smell a flower or when I take cover under a tree. Even when I lay on my bed to watch for many minutes the monotonous city life of my ceiling spider. My memories are entirely reactivated. They come rushing back to me and I let myself taken over and feel the tingling of insects on my body, cold long worms in the palm of my hand, tails of all sizes hitting me playfully, a smell of resin, the herbal syrups and far too ripe fruits gluing my mouth together and the ground under my nails. A strong smell of dirt that has been churned by a living network that always works, without a clear path, without a purpose, and without tiring lingers still.

Often, I think about how I can revitalize my life with more of such moments and about how I can live in conviviality and harmony with nature, both the one within me and the one outside of me.

How can I adopt a regenerative lifestyle, how can I be part of the constant churning and how can I feed it so that it carries on its flow uninterrupted?

We are nature

Taking care of nature means taking care of yourself; Ever since I started working at Mai bine, this truism has started to take on new shapes and meanings for me. More than ever, due to the countless educational and environmental activities that we carry out, I’ve started to see and feel how dependent and interconnected we are with everything around us, through what we do. Oh, how fragile the web of life that holds us all together on this Earth has become!

To better understand the idea that nature is us or that we are nature, embracing ecological emotions and exiting the humans/nature dualism is required. Moving on from human beings to living beings.

A view where we see ourselves as living beings that live alongside other living beings and that all that is around us (regardless of if we live in the city or countryside) is alive, is required.

We humans rely on biodiversity to survive because we need fresh water, clean air and plants and animals for food and medicine.

In a UN report published in 2019, scientists warned that one million species out of a total of eight million are threatened with extinction, with many of them set to become extinct within decades. Some scientists even believe we are in the midst of the sixth mass extinction in Earth's history. In the previous five events, between 60% and 90% of species disappeared. After such an event, ecosystems recover within millions of years.

Let’s do a short visual exercise together. What images come to mind when you hear words like parasites, slugs, crawlers, beetles, pests, mites, worms, gadflies, and bugs? What sensations do you associate with them?

Do you have (as I did some time ago) an instinct to go and purchase a solution to get rid of these “problems"? Maybe a powerful chemical insecticide that you can use to fight pest insects? An insecticide that kills PEST INSECTS? Those insects, harmful living beings.

If the answer is yes, please wait a little longer before rushing and turning yourselves into the pests of the unwanted insects.

Ever since I can remember I have been fascinated by semantics, the power that we as people have in giving sense to words and a few times what seemed to be a play of words, made me think and re-analyze preconceived notions.

“at last we killed the roaches.
mama and me. she sprayed,
I swept the ceiling and they fell
dying onto our shoulders, in our hair
covering us with red. the tribe was broken,
the cooking pots were ours again
and we were glad, such cleanliness was grace
when I was twelve. only for a few nights,
and then not much, my dreams were blood
my hands were blades and it was murder murder
all over the place.” (Lucille Clifton)

My grandparents, people roughened by the times they lived in and with a poor education, would tell me that animals have a utility for humans. You take care of a cow because it provides food and helps with working the field, you feed a dog because it protects the house, you keep a cat around the house because it eats mice, worms are good for fishing, etc.

You take care of them, you keep alive the ones that provide for you and you annihilate the rest: moles, starlings, beetles, flies, rodents … and the rest of the cats and dogs that have bred uncontrollably.

Nonetheless, my grandparents’ generation has most likely lived most harmoniously and viscerally with the rest of living beings, compared to nowadays.

A regenerative network

Now more than ever we need to shake off our ego and put on the eco outfit. First and foremost, in thinking and feeling and then in practice by embracing a regenerative lifestyle.

Everywhere in the world, nature is degrading at an ever-accelerating pace and the continuous reduction of biodiversity is putting our lives at risk more and more. Together, we can strengthen the web of life if we choose to:

  • Practicing regenerative agriculture (disturbing as little as possible the life of the soil through chemical intervention or mechanical processes)
  • Adopting a vegan food diet or try to adopt one as often as possible (you can start with 1 day/week and increase the number of days gradually)
  • Nurturing critical ecological thinking (a good start is to try imagery exercises: lay on a sofa and visualize the interactions of different food chains in an ecosystem).
  • Read more about ecology (personal recommendations: The Ecological Thought by Timothy Morton and Rekindling Life: A Common Front by Baptiste Morizot)
  • Harnessing a voluntary simplicity (freeing ourselves of consumerist and materialistic activities and enriching our inner lives with sustainable living experiences)
  • Showing compassion, expressing gratitude and respect to all around us daily, because Everything is Life.

“The joy of discovering a profound connection with nature is that it allows each one of us to see every living being, object and idea in the frame of their own complex network. It allows us to see things in the most practical and philosophical mode simultaneously”. - Tristan Gooley, How to Connect with Nature, The School of Life

--------------------

Í hvert sinn sem ég hugsa um náttúruna, þá eru fyrstu myndirnar sem koma mér í hug frá barnæsku minni, frá sumrunum sem ég varði með frændsystkinum mínum, djúpt inni í skógarreit sem frændi minn hafði umsjón með, sem skógarvörður.

Aðallitur minninga minna er djúpur, dökkgrænn litur, skorinn af gegnsæjum sólargeislum, iðandi með bakgrunnshljóðum. Það ríkir sífelldur kliður af suðhljóðum, vængjaflökti, greinum á hávöxnum barrtrjám að blökta í vindinum, vatnsskvettum, köll og óp sem sameinast í lifandi ilm sem ég man greinilega eftir þegar minningaflóðið hellist yfir mig. Og ég man oft eftir þessu og mjög greinilega.

Ég sé það bregða fyrir mér þegar ég finn ilminn af blómi eða þegar ég leita skjóls undir tré. Jafnvel þegar ég ligg á rúminu mínu til að verja fjölmörgum mínútum í að fylgjast með einhæfu borgarlífi köngulóarinnar sem býr uppi í loftinu mínu. Minningarnar mínar eru virktar á ný. Þær flæða allar aftur í huga minn og ég leyfi þeim að taka yfir mér og finn fyrir kitlinu frá skordýrum á líkama mínum, köldum ormum í lófa handar minnar, rófum af öllum gerðum að slást í mig með leikgleði, lykt af trjákvoðu og allt of þroskuðum ávöxtum líma saman munninn á mér og jörðina undir nöglunum mínum. Það er sterk lykt af mold sem hefur ólgað í lifandi tengslaneti sem vinnur alltaf án skýrrar stefnu, án tilgangs og ennþá alveg þreytulaust.

Ég hugsa oft um það, hvernig ég geti lífgað upp á líf mitt með fleiri svona augnablikum og um það hvernig ég get lifað af meiri glaðværð og í meiri takt við náttúruna, bæði þeirri sem býr innra með mér og þeirri sem er utan við mig.

Hvernig get ég helgað mér endurlífgandi lífsstíl, hvernig get ég verið hluti af ólgunni endalausu og hvernig get ég nært hana þannig að flæði hennar haldi áfram truflunarlaust?

Við erum náttúra

Að hlúa að náttúrunni felst í því að hlúa að sjálfum þér; Upp frá því að ég fór að vinna hjá Mai bine, hefur þessi alkunna viska byrjað að taka á sig nýjar myndir og merkingar fyrir mér. Meira en nokkru sinni fyrr, þökk sé þeirra ótal fræðslu- og umhverfisverkefna sem við viðhöldum, er ég farin að sjá og finna hversu háð við erum öllu í kringum okkur og hve nátengd við erum því með því sem við gerum. Ó, hve viðkvæmur vefur lífsins sem heldur okkur öllum saman á þessari Jörð er orðinn!

Til að skilja betur hugmyndina um það að náttúran sé við eða að við séum náttúra, er nauðsynlegt að taka vistfræðilegum tilfinningum opnum örmum og að segja skilið við mannverur/náttúra tvíhyggjuna. Að fara frá því að vera mannverur til þess að vera lifandi verur.

Viðhorf þar sem við lítum á sjálf okkur sem lifandi verur sem lifa ásamt öðrum lifandi verum og að allt í kringum okkur (burtséð frá því hvort við búum í borg eða í sveit) er lifandi, er nauðsynlegt.

Við mannverur reiðum á líffræðilega fjölbreytni til að komast af vegna þess að við þörfnumst ferskvatns, hreins lofts og plantna og dýra til að fá skýrslu frá SÞ sem kom út árið 2019, hafa vísindamenn varað við því að ein miljón dýrategunda af átta miljón dýrategundum í heiminum eru í útrýmingarhættu og mörgum þeirra er spáð útrýmingu innan nokkurra áratuga. Sumir vísindamenn trúa því jafnvel að við séum að upplifa sjöttu stórútrýmingu í sögu Jarðarinnar. Í síðustu fimm stórútrýmingum hurfu á bilinu 60% og 90% dýrategunda. Eftir slíkan viðburð, eru vistkerfi í fleiri miljón ár að jafna sig.

Gerum stutta sjónræna æfingu saman. Hvaða myndir koma í hugann þegar þú heyrir orð eins og sníkjudýr, sniglar, skriðdýr, bjöllur, plága, mítlar, ormar, mýflugur og pöddur? Hvaða skynjanir tengirðu við þær?

Ertu með (líkt og ég gerði fyrir nokkru síðan) eðlishvöt um að fara að kaupa lausn til að losna við þessi „vandamál“? Kannski sterkan skordýraeyði sem þú getur notað til að berjast við skordýraplágur? Skordýraeyði sem drepur SKORDÝRAPLÁGUR? Þessar skaðlegu, lifandi verur.

Ef svarið er já, bíddu þá aðeins við áður en þú rýkur til þess að gera sjálfan þig að plágu fyrir óvelkomnu skordýrin.

Allt frá því að ég man eftir mér hef ég verið heilluð af merkingarfræði, valdinu sem við sem fólk höfum með því að veita orðum merkingar og stundum fékk það sem virtist vera orðaleikur mig til að endurhugsa palladóma.

“við drápum allavega kakkalakkana.
mamma og ég. hún spreiaði,
ég sópaði loftið og þeir duttu
deyjandi á axlirnar okkar, í hárið okkar
þöktu okkur með roða. ættbálkurinn var rofinn,
við áttum suðupottana enn á ný
og við glöddumst, slíkt hreinlæti var glæsilegt
þegar ég var tólf ára, bara í nokkrar nætur,
og svo ekki mikið, draumar mínir voru blóð
hendur mínar voru hnífsblöð og það var morð morð út um allt.” (Lucille Clifton)

Afi minn og amma, fólk sem styrktist við það að vera uppi á erfiðum tíma og var ekki vel menntað, sögðu mér að dýr hafa notagildi fyrir mannverur. Þú annast belju vegna þess að hún veitir mat og hjálpar okkur að vinna á akrinum, þú gefur hundi mat af því að hann verndar húsið, þú ert með kött af því að hann étur mýs, ormar hjálpa við fiskveiðar o.s.frv.

Þú hirðir um þau, þú heldur þeim sem sjá fyrir þér á lífi og þú útrýmir öllum hinum: moldvörpum, störrum, bjöllum, flugum, nagdýrum … og restinni af köttunum og hundunum sem hafa fjölgað sér óhóflega.

Engu að síður, var það sennilega kynslóð ömmu minnar og afa sem lifði í mesta jafnvægi og samlyndi með öðrum lifandi verum, miðað við hvernig við lifum nú til dags.

Endurlífgandi tengslanet

Nú meira en nokkru sinni fyrr þurfum við að hrista af okkur egóið og klæða okkur í vistkerfisgallann. Fyrst og fremst í því skyni að hugsa og finna og svo í verknaði með því að helga okkur endurlífgandi lífsstíl.

Um gjörvallan heiminn er náttúran að brotna niður, hraðar og hraðar með líðandi stund og áframhaldandi skerðing á líffræðilegri fjölbreytni er að stofna lífum okkar í meiri og meiri hættu. Saman getum við styrkt vef lífsins ef við veljum að:

  • Stunda endurlífgandi landbúnað (truflum lífið í jarðveginum eins lítið og hægt er með notkun á efnasamböndum eða vélrænum aðferðum)
  • Helgum okkur vegan mataræði eins oft og mögulegt er (þú getur byrjað með einum degi á viku og aukið fjölda daga hægt og rólega)
  • Ræktað gagnrýninn vistvænan hugsanahátt (góð byrjun er að prófa æfingar sem felast í myndmáli: leggstu á sófa og sjáðu fyrir þér hvernig mismunandi fæðukeðjur hafa áhrif hvor á aðra í vistkerfi).
  • Lestu meira um viðfangsefnið vistfræði (persónuleg meðmæli: The Ecological Thought eftir Timothy Morton og Rekindling Life: A Common Front eftir Baptiste Morizot)
  • Að virkja sjálfviljugan einfaldleika (að frelsa okkur frá neyslumiðuðum og efnilegum athöfnum og auðga líf okkar með sjálfbærum upplifunum)
  • Að veita samúð, þakklæti og sýna öllu í kringum okkur virðingu á hverjum degi, vegna þess að allt er líf.

„Sælan sem fylgir því að uppgötva djúptæka tengingu við náttúruna er það sem gerir sérhverju okkar kleift að sjá sérhverja lifandi veru, hlut og hugmynd í samhengi þeirra eigin flókna vefs. Það leyfir okkur að sjá hluti bæði með hagnýtasta máta og þeim spekingslegasta á sama tíma.“ - Tristan Gooley, How to Connect with Nature, The School of Life

-----------------------------------------

This article is 2 of 8 created by the Connection Regenerator Project funded by Erasmus + in partnership with Totel.ly (IS) and Mai Bine (RO). / Þessi grein er 2 af 8 búin til Connection Regenerator styrkt er af Erasmus + í samvinna við Totel.ly(IS) og Mai Bine (RO).

Article written by Cristina Căpităniță / Grein skrifuð af Cristina Căpităniță

Totel.ly is partially funded by Rannis Technology Development Fund and Erasmus+.

Rannis Technology Development Fund Erasmus+

© 2024, Totel.ly. - All rights reserved. Súlunes 33b, 210 Garðabær - Iceland | kt. 621222-1200
Powered by: Neurotic.